Oddgeir Einarsson
Hæstaréttarlögmaður
Tengiliðir
Sérhæfing
Oddgeir hefur í yfir tvo áratugi flutt hundruði mála á öllum dómstigum hér á landi og einnig fyrir EFTA-dómstólnum í Luxemborg. Hann hefur komið að málum einstaklinga sem og fyrirtækja. Meðal annars gætti hann hagsmuna eins olíufélaganna í olíusamráðsmálinu svokallaða og skaðabótamálum tengdu því árin 2003-2006. Þá var hann lögmaður Bank of Tokyo í Hæstaréttarmáli nr. 17/2013 þar sem viðurkennd var krafa upp á 50 milljónir bandaríkjadala úr hendi Kaupþings banka. Árið 2017 skipaði Hæstiréttur Íslands Oddgeir verjanda Sævars Marinó Ciesielski í endurupptökumáli Hæstaréttar nr. 521/2017 þar sem skjólstæðingur hans var sýknaður. Eftir breytta dómstólaskipan 1. janúar 2018 hafa umbjóðendur Oddgeirs í barnverndarmálum tvívegis fengið dóma héraðsdóms og Landsréttar ómerkta í Hæstarétti, sbr. mál nr. 26/2018 og 49/2019.
Helstu svið Oddgeirs:
Fjölskylduréttur: skilnaðarmál, forsjármál og barnaverndarmál.
Sakamál: verjendastörf og réttargæsla brotaþola.
Skaðabótamál: bótamál vegna þvingunarráðstafanna lögreglu á borð við handtöku, líkamsleit og húsleit og aðgerða barnaverndaryfirvalda á borð við vistun utan heimilis.
Annað: skiptaréttur, samkeppnisréttur, samningaréttur.
Starfsreynsla
2020-
Sjálfstætt starfandi lögmaður
LAND Lögmenn
2006-2020
Stofnandi og eigandi
OPUS lögmenn
2003-2006
Lögmaður
Fulltingi lögfræðiþjónusta
2003
Fulltrúi
Sýslumaðurinn á Húsavík
2001-2002
Starfsnemi
Sýslumaðurinn í Reykjavík
Menntun
Hæstaréttarlögmannsréttindi
Héraðsdómslögmannsréttindi
Skiptinemi, Mannréttindi, Evrópuréttur og refsiréttur
Katholieke Universiteit Leuven, Belgíu
Cand. juris
Háskóli Íslands
Kennsla, fyrirlestrar og ritstörf
2006-2007
Prófdómari og leiðbeinandi með ritgerðum við Háskólann á Bifröst.
2004
Hugtakið markaðsráðandi staða í samkeppnisrétti. Úlfljótur 1. tbl. 57. árg. 2004.
Tungumál
Félags- og trúnaðarstörf
2002-2003
Framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar
Orators, félags laganema við Háskóla Íslands
2000-2010
Stofnandi og stjórnarmaður
Knattspyrnufélaginu Elliða
