Slysamál og skaðabætur
Fyrsti fundur í slysabótamálum ávallt endurgjaldslaus
Afar mikilvæg er að fá rétt ráð um bótarétt sinn verði maður fyrir líkamstjóni, hvort heldur sem er vegna umferðarslyss, þar sem tjónþoli er í flestum tilvikum tryggður og á rétt á bótum, eða þegar um vinnuslys eða frítímaslys er að ræða. Í tilvikum vinnuslysa þá er mikilvægt að hafa í huga að vinnuveitendum er skylt að tryggja starfsmenn sína vegna slysa sem þeir verða fyrir í starfi. Um frítímaslys gilda þær tryggingar sem í gildi voru á slysdegi.
Lögmenn LAND hafa einnig mikla þekkingu á öðrum sviðum skaðabótaréttarins. Hafir þú lent í slysi og orðið fyrir tjóni – hafðu samband og við skoðum málið í sameiningu!
Ferlið í slysa- og skaðabótamálum
Við leiðbeinum þér í gegnum allt ferlið frá fyrsta samtali til lokauppgjörs. Hér er yfirlit yfir helstu skrefin í slysa- og skaðabótamáli.
Tilkynning um slysið
Fólk sem lendir í slysi tilkynnir líkamstjónið til þess tryggingafélags sem í hlut á. Við aðstoðum tjónþola við að tilkynna líkamstjónið ef það hefur ekki verið gert.
1Fyrsta gagnaöflun
Við óskum eftir vottorði/samskiptaseðli frá þeirri heilbrigðisstofnun sem tjónþolar leita fyrst til í kjölfar slyssins.
2Afstaða tryggingafélags
Eftir að fyrstu gögn hafa borist sendum við þau gögn á viðeigandi tryggingafélag. Tryggingafélagið tekur í kjölfarið afstöðu til bótaskyldu í málinu.
3Bótaskylda
Þegar tryggingafélag hefur samþykkt bótaskyldu er fyrst hægt að óska eftir endurgreiðslu á útlögðum kostnaði vegna slyssins, t.d. vegna læknisheimsókna, sjúkraþjálfunar og lyfsseðilsskyldra lyfja.
4Stöðugleikapunktur
Þegar tryggingafélag hefur samþykkt bótaskyldu fer gagnaöflun mála á bið þar til ákveðnum stöðugleikapunkti er náð. Oftast er miðað við að hefja gagnaöflun u.þ.b. 10 mánuðum frá slysdegi.
5Gagnaöflun lokagagna
Þegar stöðugleikapunkti er náð og ljóst er hvort tjónþoli búi við varanlegar afleiðingar vegna líkamstjónsins, hefst frekari gagnaöflun. Þá er óskað eftir lokagögnum frá meðferðaraðilum sem tjónþoli hefur leitað til vegna slyssins.
6Matsferli
Þegar lokagögn hafa borist vegna líkamstjónsins er útbúin gagnabanki fyrir matsmenn sem sjá um að meta varanlegar afleiðingar slyssins. Þannig er vinnan fyrir matsmenn undirbúin fyrir matsfundinn. Matsferlið í heild sinni tekur u.þ.b. 6 mánuði.
7Uppgjör
Við sjáum um að senda bótakröfu á grundvelli matsins. Oftast nær kemst á samkomulag um bótagreiðslu á milli viðkomandi tryggingafélags og okkar, en ef ekki sjá lögmenn okkar um málshöfðun.
8Skaðabætur
Við veitum alla almenna ráðgjöf á sviði skaðabótaréttar og aðstoðum þig við að leita réttar þíns.


Vátryggingaréttur
Við aðstoðum einstaklinga og fyrirtæki við að fara yfir tryggingarskilmála og smáa letrið og fá bætt það tjón sem þeir eru tryggðir fyrir.
Þarftu aðstoð í slysa- eða skaðabótamáli?
Hafðu samband við okkur í dag og við munum hjálpa þér í gegnum ferlið.
